Verkefnið byggir á því að það sé aðgengilegra fyrir viðskiptavini að taka mat með sér heim af veitingastöðum. Matur sem ekki klárast þegar farið er út að borða endar oftar en ekki í ruslinu á veitingastöðum. Til að minnka matarsóun hvetja veitingastaðir viðskiptavini sína til þess að taka leifarnar með sér heim og njóta þeirra seinna.
Beinn ávinningur af verkefninu:
- Minni matarsóun.
- Öll afgangsolía frá veitingastöðum fer í lífdísilframleiðslu.
- Allur lífrænn úrgangur frá veitingastöðum fer í jarðgerð.
Ávinningur fyrir veitingastaði er sem dæmi:
- Stuðningur frá Vistorku í gegnum verkefnið.
- Leyfi til þess að nota merki verkefnisins í markaðsefni.
- Aðstoð við að fylgja settum lögum um urðun lífræns úrgangs (sjá ný lög um lífrænan úrgang 1. jan 2023).
- Frí markaðssetning á miðlum verkefnisins (vefsíða, Facebook og Instagram).
- Nafn veitingastaðarins á lista yfir veitingastaði á vef verkefnisins.
- Verkefnið styrkir umhverfisstefnu veitingarstaðar ef til er / getur verið upphafspunktur til þess að gera umhverfisstefnu. Verkefnið styður t.d. tvö af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.