Aðgerðir stjórnvalda

 

Loftslagsáhrif eru talsverð. Samkvæmt lauslegri greiningu fyrir verkefnið falla til um 500 lítrar af steikingarolíu og 15 tonn af lífrænum úrgangi á ári hjá dæmigerðum veitingastað. Þetta þýðir að veitingastaður sem skilar ekki inn olíu í lífdísilgerð og lætur lífrænan úrgang í almenna urðun veldur losun sem nemur 21 tonni af CO2 á ári, borið saman við stað sem skilar olíu og lífrænum úrgangi í réttan farveg. Það er því til mikils að vinna að ná til veitingastaða með betra kerfi. Auk þess mun minni matasóun með afgangabökkum skila minni losun sem er erfitt að setja nákvæma tölu á.

Ísland hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Í aðgerðaráætlun ríkisins stendur m.a.:

„Áætlað er að losun frá úrgangi árið 2030 hafa dregist saman um 104 þúsund tonn af CO2-ígildum“.

Verkefnið Leifur Arnar snýr að eftirfarandi þremur aðgerðum úr aðgerðaráætlun ríksins:

  • Urðunarskattur
  • Bann við urðun á lífrænum úrgangi
  • Minni matarsóun 

Þessar aðgerðir ríkissins snúa beint að veitingastöðum og þátttaka í verkefninu sýnir hvernig veitingastaðir ætla að leggja sitt af mörkum.