Matarsóun er stórt vandamál á heimsvísu. Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna er þriðjungi þess matar sem framleiddur er í heiminum á endanum sóað. Þetta þýðir að um 1.3 milljörðum tonna af mat er hent árlega. Þessa tala hækkar verulega ef einungis er horft til Norðurlandanna þar sem um 3.5 milljónum tonna af mat er sóað árlega.
Fyrir það fyrsta ætti að minnka verulega matarsóun í heiminum en í öðru lagi þarf að huga að því að lífrænn úrgangur fari í réttan farveg. Ef lífrænn úrgangur er urðaður með öðrum úrgangi og leyft að brotna niður við loftfirrtar aðstæður myndast metangas. Metangas er um 25 sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en CO2, því er til mikils að vinna.
Verkefnið Leifur Arnar snýst um að auka vitund um þau miklu áhrif sem matarsóun hefur í för með sér og um leið vekja fólk til umhugsunar um pakkningar fyrir tilbúin matvæli.
Markmið verkefnisins eru tvíþætt:
· Að minnka matar- og umbúðasóun á veitingastöðum með því að koma upp umbúðakerfinu ,,Leifur Arnar” þ.e. að fólk geti tekið með sér matinn (take-away eða leifarnar) í samræmdum umbúðum sem setja má í moltugerð.
· Að koma upp hvata- og vottunarkerfi sem tryggir að veitingastaðir vinni samkvæmt loftslagsþrennunni, þ.e. að:
1. Minnka matarsóun með Leif Arnar kerfinu.
2. Skila allri notaðri steikingarolíu í lífdísilgerð (Orkey).
3. Allur lífrænn úrgangur fari í jarðgerð (Molta).
Lestu meira um matarsóun hér.
Leifur Arnar verkefnið er styrkt af:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Uppbyggingarsjóði SSNE