Hvað eru veitingastaðir að gera?

Hvað þýðir það að veitingastaðir séu þátttakendur í verkefninu Leifur Arnar

Þessir veitingastaðir hafa tekið ákveðið skref í sinni vegferð í átt að minni umhverfisáhrifum starfsemi þeirra. Þeir þrír þættir sem veitingastaðir þurfa að fylgja eru:

  1. Hvetja viðskiptavini til að taka leifarnar með sér heim og að hafa merki verkefnisins sýnilegt eins og við á.
  2. Safna og skila allri notaðri olíu í lífdísilgerð.
  3. Safna og skila öllum lífrænum úrgangi í jarðgerð.

 

Sjá nánari útlistun á hverjum þætti fyrir sig á stikunni hér til hliðar.