Afgangsolía

 

Veitingastaðir skuldbinda sig til að safna afgangsolíu úr eldhúsum sínum og koma henni í réttan farveg. 

Á Akureyri sækja gámaþjónustufyrirtækin notaða steikingarolíu á veitingastaði. Olíunni er svo komið til Orkeyjar, sem framleiðir lífdísil úr olíunni. Söfnunin kemur einnig í veg fyrir að olían fari í fráveitukerfi bæjarins með tilheyrandi vandamálum og kostnaði.

Lífdísill 

Eldsneytið lífdísill er unnið úr olíunni og er svo að mestum hluta selt sem brennsluhvati á fiskiskip í stað innfluttra efna. Þetta er dæmi um tækifæri þar sem hægt er að minnka þörf á innfluttu eldsneyti og í leiðinni draga úr losun CO2. Frekari upplýsingar um framleiðslu á lífdísli hjá Orkey á Akureyri má finna hér