Hvatning til viðskiptavina & pakkningar

Veitingastaðir sem taka þátt í verkefninu Leifur Arnar skuldbinda sig til þess að hvetja viðskiptavini til þess að taka leifarnar með sér heim. 

Þessi þjónusta er í boði á flestum stöðum en ekki er endilega boðið upp á hana að fyrra bragði. Með þessum lið verkefnisins er markmiðið að minnka matarsóun á veitingastöðum með því að viðskiptavinir taki afganga með sér heim, sem þeir geti svo notið síðar.